Í desember síðastliðinn hófst þróun á spírubrauði, en spírubrauð hafa í gegnum tíðina verið innflutt. Snemma í janúar fóru spírubrauðin í dreifingu í verslanir Hagkaups, Fræið Fjarðarkaup og Melabúð. Uppistaða spírubrauðs Kaju er spírað bókhveiti og spíruð sólblómafræ. En til að binda þetta saman er brauðblanda Kaju notað en hún samanstendur af möluðum hörfræum, sólblómafærum, lúpínufræum, graskersfræum, sesamfræum, auk husk, sjávarsalti og matarsóda. Þess má geta að brauðblanda Kaju er einnig notuð í Ketóbrauðin, pítsabotnana og hrökkkexið. En allar þessar vörur eru lífrænt vottaðar og glútenlausar.
En hvað er bókhveiti? Á Vísindavefnum stendur: Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir. Bókhveiti er því í eðli sínu glútenlaust.
Margir spyrja hvað er svona merkilegt við bókhveiti? Og er svarið við þeirri spurningu er einfalt, bókhveiti inniheldur mikið magn af trefjum og jurtasamböndum með andoxunareiginleika sem geta hjálpað m.a. til við að styðja hjartaheilsu og draga úr blóðsykri.
Af hverju spírubrauð? Spírað korn/fræ er mun hollara en ella, spírunarferlið brýtur niður hemla sem eiga að vernda fræið fyrir rándýrum (þ.e. okkur). Á sama tíma myndast efni eins og blaðgræna í pínulitla sprotanum og innihald próteina og trefja breytist. Þetta breytir næringargildum og aðgengi næringarefna eykst vegna spírunar.
Bókhveiti verður fullt af lifandi ensímum og lífsnauðsynlegum næringarefnum þegar það er spírað.
Spírað bókhveiti er ótrúleg matur því það bragðast eins og korn en er í raun glútenlaust. Það er ein fullkomnasta uppspretta próteina, en það inniheldur allar átta nauðsynlegar amínósýrur. Þetta gerir gott fyrir sykursjúka og þá sem vilja draga úr einföldum kolvetnum og koma jafnvægi á blóðsykurinn. Spírað bókhveiti er einnig þekkt fyrir að lækka háan blóðþrýsting. Bókhveiti er dásamleg ofurfæða fyrir fólk sem er með æðahnúta eða „harðar“ slagæðar. Ein af ástæðunum er sú að bókhveitið er fullt af rútíni, sem er efnasamband sem er þekkt sem styrkjandi fyrir háræðarnar. Þegar bláæðar veikjast safnast blóð og vökvi upp og leka inn í nærliggjandi vefi, sem getur valdið æðahnútum eða gyllinæð. Þessi græðandi matur sem hér um ræðir er líka ríkur af lesitíni, sem gerir hann að frábæru kólesteról jafnvægi því lesitín dregur í sig „slæma“ kólesterólið og kemur í veg fyrir að það frásogist. Lesitín hlutleysir eiturefni og hreinsar sogæðakerfið og tekur hluta af álaginu af lifrinni. Spírað bókhveiti er líka heilauppörvandi ofurfæða. 28% heilans samanstendur í raun af lesitíni. Rannsóknir benda til þess að reglulega neysla matvæla sem er rík af lesitíni geti í raun komið í veg fyrir kvíða, þunglyndi, heilaþoku, andlega þreytu og almennt gert heilann skarpari og skýrari. Bókhveiti inniheldur mikið af járni svo það er gott við járnskort og blóðleysi. Það getur einnig komið í veg fyrir beinþynningu vegna mikils bór- og kalsíummagns ef þess er neytt reglulega. Spírað bókhveiti inniheldur mikið af líf-flavonoidum og sam-ensími Q10. Það inniheldur öll B-vítamínin, magnesíum, mangan og selen, auk margra annarra heilsueflandi efna.
Eftir lestur um spírað bókhveiti má það vera nokkuð ljóst að spírað bókhveiti er sannkölluð glútenlaus ofurfæða.
Almennt um spíraða fæðu - Ensímrík fæða – aukin orka
Gnægð ensíma í spírum, sem og í fersku grænmeti og ávöxtum, er það sem greinir þessi matvæli frá annarri fæðu. Hvert fræ er forðabúr plöntunnar og inniheldur vítamín, steinefni, prótein, fitu og kolvetni. Þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi, með tilliti til vatns og hita, byrjar fræið að spíra og leysir úr læðingi gríðarlega mikla orku. Náttúruleg efnabreyting á sér stað. Ensím verða til og umbreyta næringarefnum fræsins í þá næringu sem plantan þarfnast til vaxtar. Við spírunina umbreytast kolvetni í einfaldar sykrur, flókin prótein í amínósýrur og fita í fitusýrur, sem eru allt auðmelt efnasambönd fyrir líkamann. C-vítamín verður til í miklu magni við spírun, ásamt nokkrum öðrum vítamínum, m.a. A og E.
Að auki taka spírur upp steinefni og snefilefni úr vatni sem þau vaxa í. Steinefnin í spírunum eru auðmelt og frásogast vel út í blóðið. Í stað þess að nota orku líkamans og eigin ensímforða við að brjóta niður fæðuna brýtur ensím spírunnar næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og skilar út í blóðið í gegnum slímhúð meltingarfæranna. Á þennan hátt sparar spírað fæði orkubirgðir líkamans. Um leið og það gefur líkamanum hágæða næringu og orku eykur það möguleika líkamans á endurnýjun og heldur líkamanum ungum og orkumiklum.
Spírur hægja á öldrun
Spírur hafa frábæra eiginleika sem bæta og viðhalda heilsu okkar og orku. Þær eru ríkar af andoxunarefnum sem eyða sindurefnum í líkamanum og hægja þar með á öldrun. Þær auðvelda endurnýjun líkamans og halda honum ungum og orkumiklum. www.ecospira.is
Comentários