- UM OKKUR -
Kaja organic ehf er í eigu Karen Emilíu Jónsdóttur og var stofnað í mars 2013. Slagorð fyrirtækisins Kaja organic ehf er "lífrænt fyrir alla" er þá m.a.verið að vísa í verðstefnu fyrirtækisins og þeirri hugsjón að heimurinn verði lífrænn eins og hann var í upphafi síðustu aldar.
Fyrirtækið hefur jöfnuð að leiðarljósi "að allir sitji við sama borð" þegar að viðskiptum kemur, því eru engnir afslættir veittir sama verð fyrir alla. Ef hagstæðari verð nást hjá birgjum þá njóta allir viðskiptavinir Kaja organic þess.
Kaja organic rekur einnig litla umbúðalausa verslun sem hóf sinn rekstur á matarmarkaði Akranestorgs árið 2014. Í framhaldi voru 10 fm leigðir á Kirkjubraut 54 og einungis opið á laugardögum. Fljótlega færðum við okkur til á Kirkjubrautinni og stækkuðum við okkur, verslunin hefur ætíð verið plastlaus og haft "zero waste" að leiðarljósi.
Hluti af því að koma í veg fyrir matarsóun var að stofna kaffihús það var m.a. gert til þess að nýta útrunnar vörur. Í júní 2016 opnuðum við svo lítið kaffihús samhliða verslunni og buðum einungis upp á raw tertur þar sem eldunaraðstaða var engin. Í febrúar mánuði á síðasta ári fluttum við á Stillholt 23 þar fengum við 100fm framleiðslurými auk þess sem kaffihús og verslun fengu gott pláss. Hófst þá í framhaldið framleiðsla á Kaju vörum auk þess að meiri áhersla var lögð á kaffihúsið. En Café Kaja er eina lífrænt vottaða kaffihús landsins
Í dag framleiðum við yfir 20 vörutegundir sem fást í helstu verslunum landsins. Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Laugu, Vegan búðin, Matarbúðin, Skagfirðingabúði, Fisk Kompaní, Nettó netverslun, Heimkaup