top of page
Search
  • Writer's pictureKaja

Safahreinsun Kaju

Meira af eiturefnum er að finna í fæðu okkar í dag og svo í umhverfinu öllu heldur en var. Tilgangur hreinsunarinnar er því að hvíla/hreinsa líffrærin, núllstilla sig, losna við bjúg, bólgur og gefa líkamanum gaum og huga að breyttum lífstíl ef þess er þörf.

Safa hreinsun er 7-9 daga prógramm sem samanstendur af tveggja daga undirbúningi og síðan fimm dögum þar sem viðkomandi neytir einungis lífrænna safa, ávaxta og fræ/hnetur og svo 2 dögum til að keyra fæðu aftur inn í líf sitt.

Þið fáið fimm safa yfir daginn + 1 ávöxtur + fræ/hnetur. En ath þetta eru 25 mismundandi safar. Fyrri hluta safahreinsunar samanstanda safar af hreinsandi ávöxtum og grænmeti en seinni hlutann samanstanda þeir að uppbyggjandi hráefnum. Athugið að allir safarnir innihalda trefjar því trefjarnar eiga að sópa út óhreinindum að auki verður blóðsykur stöðugri því trefjarnar passa upp á að keyra ávaxtasykrinum hægar inn í kerfið. Við gerum safana daginn áður en þeirra er neytt og setjum í glerflöskum svo gæðin haldist.

Safakassar eru afhentir daglega í Veganbúðinni Skeifunni og svo Matarbúr Kaju Akranes.

Verð 33.500,- sótt í Reykjavík 32.000,- sótt á Akranes.

Næstu námskeið 17. september 2022 og 1. október 2022


285 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page