top of page

Við höfum verið mikið spurð....

  • Writer: Kaja
    Kaja
  • May 14
  • 1 min read

Fyrir stuttu hófum við pökkun á lífrænu möluðu pysillium huski, sem er í duft formi. Við höfum verið mikið spurð, hvernig er hægt að nota þetta duft ? Ósköp eðlileg spurning þar sem pysillium husk er aðallega selt í pillu formi og notað sem fæðubótaefni sem eykur þarmahreyfingar og viðheldur reglulegum hægðum.

Pysillium duft er ekki bara frábært fyrir þarmaflóruna heldur er það algjört töfraefni og frábært sem bindiefni í

allan glútenlausan bakstur.

Til að búa til grunn í bakstur er best er að bæta sjóðandi heitu vatni við huskið og hræra því vel saman, bíða í smá stund á meðan huskið er að taka sig. Magnið fer eftir því hversu mikla bindingu þarf, en best er að byrja á að setja 1 tsk út í ca 100ml af vatni og sjá svo hvort það þurfi meira. Þess má geta að glútenlaus bakstur er þróunarverkefni og fer alltaf eftir hvaða hráefni eru notuð, svo erfitt er að segja hversu mikið þarf að nota.


Nokkrar vörur frá Kaju sem innihalda pysillium husk:

Kaja brauð blandan okkar sem samanstendur af möluðum fræum og pysillium husk, en sú blanda er svo aftur notuð sem grunnur af öðrum framleiðslu vörum eins og Kaja pítsabotnar, Kaja ketó brauð, Kaja spirubrauð, Kaja hafrakex.

Kaja vöfflumix samanstendur síðan af maísmjöli og pysillium husk sem dæmi.


Psyllium husk fæst í Fræið Fjarðarkaup, Heilsuhúsinu og Mist ....er á leið í fleiri verslanir


 
 
 

Comments


bottom of page