Í gegnum tíðina hefur það orðið að jólahefð hjá mér að útbúa rauðlaukssultu fyrir fjölskyldu og vini. Þar sem rauðlaukssultan þykir svo góð þá fór hún í framleiðslu og er komin í verslanir Hagkaups, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju á Akranesi. Rauðlaukssultan okkar er einstök enda eru hráefnin sérvalin, en franska balasamik edik frá Vigean og pálmasykurinn gera sultuna einstaklega bragðgóða. Rauðlaukssultan er hentar vel með nánast hverju sem er svo sem villibráðinni eða bara með borgaranum. Það sem gerir sultuna svona sérstaklega góða eru gæðin á Balsamikedikinu sem ég nota en það kemur frá franska fyrirtækinu Vigean. Hér að neðan má sjá uppskrift að Kaju rauðlaukssultunni.
Kaju rauðlaukssultan
1 kg lífrænn rauðlaukur
250 ml balsamik edik frá Vigean
250 g pálmasykur
2 msk. olía
¼ tsk. sjávarsalt
Laukurinn gróf saxaður og gljáður í heitri olíu í potti, balsamikedik og pálmasykur sett í pottinn og lokið sett á og soðið saman í um það bil 20 mínútur. Hært í annað slægið. Eftir 20 mínútur er lokið tekið af og soðið áfram í aðrar 20 mínútur eða þar til laukurinn er temmilega meir.
hæ,hæ,yrðið ópið á morgun 30 des? ég býr á ströndum og á leið framhjá. gleðileg sól!, Patt