Í dökku súkkulaði eru allskonar holluasta eða hátt í 300 efnasambönd sem hafa góða virkni og áhrif á okkur. Því er alveg kjörið að búa sér til góðgæti úr extra dökku súkkulaði frá Lovechock.

Tahini súkkulaði núggat bitar
Hráefni í ca. 20 bita.
200 g kasjúhnetur
150 g tahini sesam mauk
3 msk hlynsíróp
25 g kókosmjöl
2 tsk grófmalaður svartur pipar
2 plötur af Lovechock Extreme Dark 99%
Sesamfræ til að strá yfir.
Aðferð: Látið kasjúhneturnar liggja í bleyti í köldu vatni í að minnsta kosti 2 klukkustundir, helst yfir nótt. Skolið og sigtið vatnið frá og setjið hneturnar í blandara með tahini, hlynsírópi, kókosmjöli og pipar. Blandið þar til þú hefur slétta, marsípanlíka blöndu. Grófsaxið hálfa plötu af Lovechock Extra Dark 99%. Takið kasjúhnetublönduna úr blandarann og setjið í skál, blandið súkkulaðibitunum út í blönduna. Setjið bökunarpappír í form sem er ca 20cm x 25cm ferhyrning, dreifið blöndunni í formið, setjið í kæli í að minnsta kosti eina klukkustund. Takið út og skerið í 2 cm teninga. Saxið afganginn af súkkulaðinu og bræðið varlega yfir vatnsbaði. Dýfið núggatteningunum í fljótandi súkkulaðinu og látið á plötu stráið smá sesamfræjum yfir á meðan súkkulaðið er enn fljótandi. Geymist best í kæli.
Verði ykkur að góðu
Lovechock súkkulaðið fæst í Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Heilsuhúsinu.
prufaðu líka Lovechock 93% eða 85% með salt og kakónibbum
Comments