top of page
Search

Hvað þýðir lífrænt vottað?

  • Writer: Kaja
    Kaja
  • Apr 11
  • 2 min read

Viðhorf al­menn­ings til líf­rænna mat­væla eru æði mis­jöfn og oft byggð á mis­skiln­ingi. Marg­ir halda að hinn líf­ræni lífs­stíll gangi út á það að borða baun­ir og græn­meti, aðrir halda að líf­rænt sé syk­ur­laust og enn aðrir standa í þeirri mein­ingu að líf­rænt sé ný­leg tísku­bylgja sem erfitt sé að til­einka sér.

En út á hvað geng­ur þá líf­rænn lífs­stíll ef það eru ekki þess­ir þætt­ir?

Upp­hafið að líf­ræn­um lífs­stíl má rekja til alda­mót­anna 1900 sem andsvar við þeim breyt­ing­um sem urðu á land­búnaði í kjöl­far fyrstu iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Strax í upp­hafi henn­ar sáu nokkr­ir hug­sjóna­menn fyr­ir í hvað stefndi og í fram­haldi var búin til um­gjörð um gömlu gild­in sem í dag kall­ast líf­ræn rækt­un. Með seinni iðnbylt­ing­unni í kring­um 1960 verður líf­ræn rækt­un enn fast­mótaðra hug­tak því á þeim tíma þurftu marg­ir rækt­end­ur og fram­leiðend­ur að velja hvaða leið þeir vildu fara, þ.e. magn­fram­leiðsla eða gamla hefðbunda aðferðin að viðbætt­um tækninýj­ung­um. Flest­ir völdu magn­fram­leiðsluna því hún var tal­in gefa meira af sér fjár­hags­lega. Í fram­haldi hef­ur sú aðferð orðið „hefðbund­in aðferð “ í hug­um fólks.

Líf­ræn rækt­un er því eng­in ný­lunda held­ur eru þetta ald­argaml­ar aðferðir sem hafa fengið nýtt nafn til að geta aðgreint sig frá þeim breyt­ing­um sem hafa átt sér stað síðastliðin 60-70 ár.

En hvaða breyt­ing­ar eru þetta? Helstu breyt­ing­ar má rekja til eit­ur­efna- og áburðarnotk­un­ar. Svo ber að nefna GMO eða erfðabreytt mat­væli. Eit­ur­efna­notk­un í nú­tíma rækt­un felst í notk­un á skor­dýra-, ill­gres­is- og sveppa­eitri en þessi efni safn­ast upp í mat­væl­um og ber­ast í okk­ur þegar við neyt­um þeirra. Rann­sókn­ir á þvagi barna og full­orðinna hafa sýnt fram á að leif­ar af þess­um efn­um séu til staðar þegar neytt er ólíf­rænna mat­væla. Eit­ur er eng­um gott að inn­byrða sama hversu litl­ir skammt­arn­ir eru. En eitrið stopp­ar ekki hjá okk­ur því þvagið fer svo í sjó­inn þar sem upp­söfn­un eit­ur­efna held­ur áfram og því er spurn­ing­in hversu lengi get­ur hafið tekið við. Varðandi erfðabreytt mat­væli þá er verið að blanda sam­an ólík­um þátt­um, sem dæmi má nefna eit­ur­efnið Round-up sem er inn­ræktað í maís sem veld­ur því að maísplant­an þolir eitrið á meðan aðrar plönt­ur drep­ast. Round-up er talið skemma miðtauga­kerfið og hafa sum­ar þjóðir bannað þetta eit­ur. Regl­ur um inni­halds­lýs­ingu ná ekki yfir erfðabreytt mat­væli og fólk hef­ur því í raun og veru ekki hug­mynd um hvað mat­var­an inni­held­ur.

Út frá þess­um staðreynd­um er það nokkuð ljóst að líf­rænn lífs­stíll felst m.a. í því að lifa í sátt og sam­lyndi við nátt­úr­una, nýta ekki landið meira en það þolir, stunda sjálf­bæra rækt­un/​skipti­rækt­un og passa upp á að auðlind­ir okk­ar spill­ist ekki af skamm­tíma­gróða-hug­sjón­um.

Ef þetta er tekið sam­an þá fel­ur líf­ræn rækt­un m.a. í sér:

  • Rækt­un án eit­ur­efna eins og skor­dýra-, ill­gres­is- og sveppa­eit­urs

  • Rækt­un án til­bú­ins áburðar

  • Rækt­un án erfðabreyt­inga eða án GMO

  • Mat­væli fram­leidd án ónátt­úru­legra auka­efna

  • Dýra­vel­ferð, m.a. nátt­úru­legt fóður og án horm­óna og sýkla­lyfja

Velj­um líf­rænt um­hverf­inu okk­ar til heilla.Kveðja, Kaja.



 
 
 

Comments


bottom of page