Holl þægindi í fjallaferðina
- Kaja
- May 14
- 1 min read
Öllu jöfnu framleiðir Kaja organic þrjár tegundir af hafragrautum, en þar sem uppskerubrestur síðasta árs var á mórberjum þá höfum við einungis náð að framleiða tvær tegundir. Kaju hafragrautarnir eru í þæginlegum pappaboxum og þarf einungis að selja sjóðandi vatn í boxið setja lokið á, láta standa í 2-3 mínútur og þá ertu komin með þessa

dásamlegu máltíð. Hafrarnir sem við notum eru glútenlausir ræktaðir í Finnlandi, til frekari fróðleiks þá eru hafrar í eðli sínu glútenlausir en eru oftar en ekki unnir í sömu verksmiðjum og korn sem inniheldur glútein samanber hveiti en það leiðir til þess að glúten smitast yfir í alla framleiðsluna.
Eins og áður sagði þá framleiðum við tvær gerðir af hafragrautum, annars vegar með ávöxtum og svo með döðlum og valhentum, hvoru tveggja næringarríkir og bragðgóðir grautar
Kaju hafragrautar fást í Hagkaupum, Nettó, Fræjið Fjarðarkaup, Melabúð og Heilsuhúsinu.
Comments