Kaju brauðin eru ótrúlega bragðgóð og hafa áferð sem líkjast brauði þrátt fyrir að vera glútenlaus. Hollustan er höfð að leiðarljósi í samsetningu hráefna eins og alltaf. Brauðin samanstanda af möluðum fræum, eggjum og grískri jógúrt, hvorki ger eða súr er notaður til hefingar heldur er það matarsódi og eplaedik sem hefa brauðin líkt og um gerbrauð sé að ræða. Brauðin eru lágkolvetna og henta sérstaklega vel fyrir þá sem þurfa að horfa á blóðsykurs gildin, að auki henta brauðin fyrir þá sem eru á Ketó mataræði.
Það sem er einkennir brauðin sérstaklega og gerir þau einstaklega næringarrík er lúpínumjölið sem við notum. En lúpínumjöl er einstaklega hollt og er talið styrkja ónæmiskerfið.
Í dag eru brauðin seld frosin í Hagkaupum og Heilsuhúsinu. Best er að geyma brauðin í lokuðum umbúðum og í kæli eftir að þau eru tekin úr frosti.
Innihald: Kaju brauðblanda (gul hörfræ*, lúpínumjöl*, sólblómafræ*, graskersfræ*,sesamfræ*, physilium husk*, hörfræ*, matrasódi, sjávarsalt), egg*, grísk jógúrt*, eplaedik*.
Comments