Glútenlaus grunnur af allskonar kökum
- Kaja

- Jul 7
- 2 min read
Updated: Jul 8
Í gegnum tíðina hef ég notað eina uppskrift sem hentar ótrúlega vel sem grunnur af öllum mögulegum kökum. Einfaldur grunnur en ótrúlega góður. Úr þessum grunni hef ég bakað jólakökur, eplakökur, marmaraköku, súkkulaðiköku og svo mætti lengi halda áfram. Þessi uppskrift klikkar ekki.
Þar sem að glúten óþol er farið að segja til sín ákvað ég að prufa að nota bókhveiti í stað hveitis og viti menn kakan slóg í gegn. Bókhveitið er bragðmeira en hveitið og minnir svolítið á heilhveiti en eplakakan varð einstaklega bragðgóð. Mér finnast sætar kökur ekkert sérstaklega góðar og hef því minnkað sykurinn niður í 200g en lífrænn reyrsykur bragðast öðruvísi en hvítur rófusykur (borðsykur)

Uppskrift af glútenlausum grunni
200 g reyrsykur
4 egg
250 g smjör
300 g bókhveiti mjöl
10 g psyllium husk
4 tsk vínsteins lyftiduft
Eplakaka
bætið ca 3-4 niðurskornum eplum í deigið, gott að setja smá af sítrónudropum út í deigið (má sleppa)
Súkkulaði kaka
bætið 4 msk af kakó og hafið sykur magnið 250 g gott að setja vanilludropa út í deigið og jafnvel að saxa niður súkkulaði og bæta út í deigið
Jólakaka
bætið rúsínum og kardimommudropum út í deigið

Aðferð
Bræðið smjör í potti og látið kólna á meðan þú þeytir sykri og eggjum saman þar til blandan verður létt og ljós. Blandið smjörinu hægt og rólega út í eggjablönduna. Viktið saman bókhveitið, husk og lyfitduft bætið þurrefnum rólega útí. Látið deigið standa í ca 5-10 mínútur á meðan huskið er að draga í sig vökva. Setjið í smurt form og bakið á 180 gráðum í ca 40-50 mínútur.
verði ykkur að góðu
kveðja Kaja
*Kaja pysillum husk fæst í Fræið Fjarðrakaup, Heilsuhúsinu og Mistur.
*Kaja bókhveiti mjöl fæst í Fræið Fjarðarkaup ,Melabúðinni og Mistur




Comments