Snemma árs 2023 var ljóst að innflutningi á gæða súkkulaðinu frá Saveurs et Nature yrði hætt sökum verðhækkana. Í framhaldi tókum við þá ákvörðun að hefja innflutning á lífrænu súkkulaði í 15kg einingum og pakka sjálf undir vörumerkinu Kaja. Það gaf okkur tækifæri á að velja þau gæði og bragð sem okkur voru þóknanleg. Leitað var að súkkulaði sem innihélt ekki soja lesitín. En soja lesitín er notað sem bindiefni í súkkulaði gerð og er því ætlað að flýta framleiðsluferlinu. Kaja súkkulaði er frábrugðið frá öðru lífrænu súkkulaði enda kemur það ekki í plötum heldur er það í litlum bitum sem auðvelt er að næla sér í, nota í baksturinn, bústinn eða bræða. Kaja er með fjórar tegundir af súkkulaði. Sætast er 58% súkkulaðið sem er frábært í baksturinn og í heita súkkulaðið fyrir þá sem eru fyrir sætuna. 70% súkkulaði sem inniheldur 30% reyrsykur er meira fyrir þau ykkar sem vilja dökkt en samt milt súkkulaði, litlar doppur sem smell passa á morgun grautinn. Síðan erum við með 80% súkkulaði sem inniheldur 20% reyrsykur, þetta súkkulað er með ólíkindum gott miðað við magn kakómassa enda margir sem kol falla fyrir því. Síðast en ekki síst er það hreini kakómassinn okkar eða 100% súkkulaði, þetta súkkulaði er af sama meiði og svokallaða "ceremonial cacao ", einstaklega mild þrátt fyrir að vera hreinn kakómassi.
Það er nokkuð ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þegar að velja á sér gæða súkkulaði, svarið er einfalt veldu Kaju.
Kaja súkkulaði línan fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaup, Melabúð, Brauðhúsinu, Fisk Kompaní Akureyri og Sækeraverslun Frikka í Kolaportinu. Einnig er hægt að fá 100% súkkulaðið í Nettó.
Comments