top of page
Search
  • Writer's pictureKaja

Fróðleikur um fræolíur


Mikið hefur verið rætt og skrifað um olíur og gagnsemi þeirra til að viðhalda góðri heilsu. En til þess að olía geti talist holl þá skiptir máli hvernig hún er unnin. Í dag eru þrjár mismunandi vinnsluaðferðir á olíum, en þær eru efnanotkun, hitun og svo kaldpressun.

Efnanotkun: Það er vinnsluaðferð þar sem uppleysiefni eru notuð til þess að skilja olíuna frá hráefnunum en þessar olíur geta verið skaðlegar heilsu manna þar sem ekki er hægt að útiloka að leyfar af leysiefnunum séu enn til staðar í olíunni. Þessi aðferð er mjög fljótvirk og er iðulega notuð í massaframleiðslu eins og á vinnslu á pálmaolíu/feiti.

Hitun og pressun: Í þessari vinnslu aðferð eru hráefnin pressuð undir miklum hita þannig að olían skilji sig frá hráefnunum, hitinn er iðulega það hár að bæði fitusýrur og virku efni olíunnar skemmast að miklu leyti ef ekki öllu. Þessi aðferð er m.a. töluvert notuð til að ná kókosolíu frá massa sínum.

Kaldpressun: Felst í því að hráefnin eru pressuð undir miklum þrýstingi án hitunar. Þessi aðferð er seinvirk og nýtnin verður ekki eins góð og í hinum aðferðunum þ.e. töluverð olía verður eftir í hráefnunum. Þess vegna eru kaldpressaðar olíur dýrari en að sama skapi eru þetta mun meiri gæði, bæði fitursýrur og virku efni eru til staðar.

Til að gæðaolía haldi gæðum sínum sem lengst þá þarf að geyma hana í dökkum flöskum til að vernda hana fyrir birtunni og geyma inni í ísskáp eftir opnun.

Í allri umræðunni um heilnæmi olía gleymist oft að olíur eru misjafnar að eiginleikum og ekki víst að allar olíur henti viðkomandi, því er oft betra að leita að olíu sem á að vinna á einhverjum veikleikum svo olían gagnist við að bæta heilsuna.


Hérna koma nokkrar vel þekktar olíur og nokkrir puntar um hverja og eina.

Graskersfræolía

Talin góð fyrir: Ertingu í þvagblöðru, sýkingar í nýrum, blöðruhálskirtil.

Hampfræolía

Talin góð fyrir: Húð, hár, blóðrás, exem, sóra, þrymlabólur.

Heslihnetuolía

Talin góð fyrir: Blóðleysi, blóðsykur, vörn gegn krabbameini, hjartaheilsu, vöxt, lundina, húð, bólgueyðani. Rík af E-vítamín og kopar, hátt hlutfall af omega-6 og omega-9 fitusýrur, hlaðin andoxari.

Hörfræolía

Talin góð fyrir: ADHA, æðakölkun, ýmsar tegundir krabbameins (brjóst, ristli, nýrna og húð), þurrk í augum, þurr húð, háan blóðþrýsting, taugakerfið, þunglyndi, breytingaskeiðinu. Linólsýra í hörfræolíunni getur verið slæm fyrir blöðruháls, meðgöngu og ætíð á að hætta inntöku fyrir skurðaðgerð og ef hjartamagnyl er tekið vegna blóðþynningar eiginleika olíunnar.

Ólífuolía

Talin góð fyrir: Hjarta og æðakerfi.

Sesamfræolía

Talin góð fyrir: Bólgur, andoxun, jafnar blóðsykur, blóðþrýstingslækkandi, bakteríudrepandi, léttir lund, mýkjandi, verndar DNA, náttúruleg sólarvörn.

Valhnetuolía

Talin góð fyrir: Blóðrás, hjartasjúkdóma, bólgur, hormónastarfsemina, húð, exem, sveppamyndun, verkjastillandi, öldrun og sérstaklega góð fyrir heilastarfsemina.

Vínberjafræolía

Talin góð fyrir: Andoxun (50 sinnum andoxunarríkar en E-vítamín), hjarta og æðakerfi, sykursýki, bólgur, sár.


Því er það góð ástæða að taka inn olíur en passa upp á að taka inn olíu sem hentar því líkamsástandi sem viðkomandi er í. Þess má geta að þetta yfirlit er einungis brot af þeim olíum sem eru til á markaði


Lífrænar kveðjur, Kaja


240 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page