top of page
Search
  • Writer's pictureKaja

Af hverju glútenlaust hafrakex?

Updated: Feb 22

Þegar ákvörðun var tekin að gera fyrirtækið glútenlaust var farið í það að skoða hvaða vörur innihéldiu glúten. Okkur til mikillar furðu voru þetta einungis 5 vörur, svo umbreytingin var ekki mjög flókin. Næsta skref var því að hefja þróun á glútenlausu hafrakexi en sú vinna hófst í desember síðast liðinn, gekk á ýmsu og voru ákveðnar hugmyndir uppi um hvernig mætti ná þessu góðu. Það var ekki fyrr en vinna hófst í öðru verkefni að lausnin lá fyrir af góðu hafrakexi. Lúpínumjöl var lausninn en það mjöl er hægt að nota í ýmsan bakstur vegna sætleika þess, þrátt fyrir það hefur mjölið lágan gl stuðul. Til fróðleiks koma hér nokkur heilsutengd atriði um lúpínumjöl.

-          Minna í kaloríum en meira af næringarefnum, þar á meðal þíamíni, ríbóflavíni, C-vítamíni, kalsíum, kalíum, fosfór, magnesíum, járni og sinki

-          Ein ríkasta uppspretta plöntupróteina og trefja (að minnsta kosti tvöfalt meira en aðrar belgjurtir)

-          Lágt í kolvetnum, með lágan blóðsykursvísitölu eða Gl stuðul

-          Mikilvæg uppspretta pólýfenóla og zeaxantíns, sem innihalda gagnleg andoxunarefni og kólesteróllækkandi plöntusteról

-          Góð uppspretta allra níu nauðsynlegu amínósýranna, þar á meðal arginíns, sem lækkar blóðþrýsting

-          Uppspretta próteinsins gamma konglútíns, sem getur hjálpað til við að stjórna blóðsykri og insúlínmagni, eins og sýnt er í La Trobe háskólarannsókn á lúpínukexi (Skinnybik).

https://www.healthyfood.com/healthy- shopping/the-health-benefits-of-lupin-the-powerhouse-legume/

En hafrakexið frá Kaju inniheldur ekki bara hafra og lúpínumjöl heldur notum við möluð sólblómafræ en þau eru einnig mjög næringarrík.

-           Sólblómafræ innihalda mikið magn af trefjum (8,5 g) og fitu (51,5 g). Fita sem er til staðar er að mestu leyti fjölómettað og einómettað; sem eru góð fita. Sólblómafræ eru líka próteinrík innihalda 20,77 g á hver 100g.

-           Þau eru hlaðin vítamínum eins og tíamíni, ríbóflavíni, níasíni, pantótensýru, fólati, kólíni, B6-vítamíni, C-vítamíni og E-vítamíni.

-           Innihalda steinefni eins og kalsíum, járn, magnesíum, mangan, fosfór, kalíum, natríum, sink o.fl.

-           Sólblómafræ innihalda einnig plöntusambönd eins og flavonoids og fenólsýrur sem eru andoxunarefni.

-           Sólblómafræ er sem stór pakki af nauðsynlegum vítamínum, steinefnum og hollri fitu, sem gerir þau að næringarríku og góðu nasli.

Svo þið sjáið að hafrakexið okkar er stútfullt af góðir næringu en það er akkúrat það sem við viljum standa fyrir.

Kaja glútenlaust hafrakex – lífrænt og vegan

Innihald: Glútenlausir hafrar*(58%), sólblómamjöl*, lúpínumjöl*, reyrsykur*, vínsteinslyftiduft, matarsódi, sjávarsalt. *vottað lífrænt

Næringagildi í 100g er eftirfarandi:  Orka 1739 KJ / 417 kcal, fita 14,2 þ.a. mettuð 2g, kolvetni 48,6g, þ.a. sykurtegundir 11,2g, trefjar 8,7g, prótein 15,5g, salt 0,5g

Hafrakexið er komið í dreifingu og væntanlegt í fleiri verslanir. @Hagkaup, @Fræið Fjarðarkaup, @Brauðhúsið

71 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page