"Ég borða ekki rúsínur !"
- Kaja
- Jun 12
- 1 min read

Hver þekkir ekki þetta viðkvæði, "ég borða ekki ...." Það er einmitt það sem við höfum lært að það borða ekki allir allt og því er hefðbundið granóla lausnin fyrir þá. Hefðbundið granóla inniheldur einungis glútenlausa hafra, sesamfræ, sólblómafræ og agave. Frábær grunnur í morgunverðinn og þú bætir út í því sem þig langar til að borða í það skiptið. Við notum finnska glútenlausa hafra sem eru einsaklega bragðgóðir svo og næringaríkir. Hefðbundð granóla var í upphafi einungis framleitt fyrir leikskóla og gistiheimili sem bjóða upp á morgunmat og því fæst hefðbundið granóla einnig í 5kg sekkjum. Fljótlega kom í ljós að það voru fleiri sem vildu hafa einfaldan granóla grunn og geta bætt út í aukalega því sem hugurinn girnist.
Hefðbundið granóla er fjórða útgáfan af Kaju granóla en fyrir framleiðum við
Granóla með kókos og rúsínum
Granóla með eplum og kanil
Granóla með súkkulaði og trönuberjum
Kaja Granóla fæst í verslunum Hagkaups, Nettó, Fræjið Fjarðarkaup, Melabúð, Brauðhúsið og Heilsuhúsið.
Comments